YLUR handverk

Um daginn rakst ég á svo flotta síðu á Facebook, síðan eða merkið heitir YLUR og eru það handprjónaðar og heklaðar barnaflíkur, með því flottari sem ég hef séð.  Samfellurnar og peysurnar eru  látlausar og tímalausar en með svo flottum smáatriðum og svolítið gamaldags sem ég er mjög hrifin af auk þess sem þær eru prjónaðar úr merino ull sem er fíngerðasta týpan af ull og stingur ekki.
Áður en ég varð ólétt hafði ég ekkert pælt eða hugsað út í barnaföt en núna er það öðruvísi.  Fötin frá YL gripu alla mína athygli og mig langaði að vita meira þannig ég hafði samband við stofnandann og fékk smá upplýsingar um hana og hugmyndina á bak við merkið YL.

fanneyYlur

Konan á bak við merkið YL heitir Fanney Svansdóttir og er hún nemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, hún eignaðist sitt fyrsta barn í júlí 2013 og fékk í kjölfarið mikinn áhuga á barnafötum. Fanney segist hrífast mest af látlausum flíkum, einföldum ullarfatnaði, prjónuðum og hekluðum en samt sem áður fallegum en hefur fundist það erfitt að finna slík barnaföt hérlendis svo hún tók til sinna ráða og lærði að prjóna.  Þó svo að mamma hennar og amma séu miklar handavinnukonur þá studdist hún mest við Youtube þegar hún var að læra að prjóna og hekla. Það má því segja að hún sé sjálflærð og er hún alltaf að læra meir og meir.

Það er ekki fljótgert að handprjóna flíkurnar enda eru þær úr flottu prjónamynstri en Fanneyu finnst róandi að vera með eitthvað í höndunum og prjónar hún því í bílnum, yfir sjónvarpinu og stundum upp í rúmi og þar að auki er hún alltaf með nokkur verkefni í gangi í einu.  Henni dreymir um að hanna barnafatalínu þegar tími gefst til – og á hún ekki langt í land með það enda eru flíkurnar allar með rosalega samheldni nú þegar.  

ylur3

Ullarsamfellurnar hafa verið mjög vinsælar enda algjörlega tímalausar, mjúkar og hlýjar. Fyrstu samfelluna gerði hún á dóttur sína þegar hún var nokkra mánaða og samfellan passar enn vel á hana og má því segja að flíkurnar vaxi með barninu.

hekluskor_fanneysvans_118286861

Fanney segir hönnunina ekki vera sína eigin heldur aðeins útfærslan og handverkið.  Eftir að hafa séð mynd á Pinterest af sambærilegri samfellu en ekki fundið neina uppskrift neinstaðar þá prufaði hún sig áfram í að prjóna samfelluna.  Eftir mikla þolinmæði og mikin tíma er hún búin að fullkomna samfelluna, það allt án uppskriftar.

ylpeysa

ylurgul

ylpeysur

Undanfarið hefur hún verið að hanna og prjóna peysur sem segja má að séu undir sterkum áhrifum frá samfellunni. Flíkurnar eru í jarðlitum en í hennar huga er ekkert „stráka“ eða „stelpu“. Fanney segist vera með margar hugmyndir í kollinum en er misdugleg við að framkvæma og segir hún að stefnan er þó að koma hluta af þeim í verk núna í sumar ásamt því ljúka við allt það hálfkláraða í skápunum.


 

Ég mæli með að þið skoðið nánar,  íslenskt heillar alltaf.  Svo er þetta dúndur innblástur í að framkvæma hugmyndirnar sínar ekki bara hugsa um þær, þó svo að maður þurfi að hafa smá fyrir því eins og til dæmis að læra að prjóna og hekla.

Fleiri myndir og fleiri vörur meðal annars kragar, skór og húfur og fleira má nálgast á Facebook síðu YLS en þar er alltaf að bætast við nýtt og nýtt en einnig er pantað í gegnum facebook síðuna eða á emailið fas9@hi.is.

Ég er enn að reyna að ákveða mig hvað ég vil helst kaupa, myndi kaupa allar týpurnar ef ég gæti, reyndar eru vörurnar á mjög góðu verði. Þessi samfella stendur mest uppúr þessa stundina, falleg á litinn og skemmtilegt hvað ljósu tölurnar gera mikið.

yl

Facebook síðan er HÉR

Advertisements

About Frida Gauksdottir

BA student in Design & Business

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: